Færsluflokkur: Bloggar
4.3.2008 | 18:32
Á lífi!
Já ég er enn á lífi Þetta verður eins og ég sagði eitt og eitt blogg.
Það er sko nóg að gera þessa dagana. Ég á mér svo sem ekkert mikið líf fyrir utann íslensku óperunnar þessa dagana. En það er reyndar allt í lagi,þetta er æðislegur hópur sem ég er að vinna með,og það er það sem reddar þessu. Það koma tímar þar sem ég fæ samviskubit vegna fjölskyldu minnar og þar sem ég sakna þess að vera ekki heima á kvöldi. En þau eru ótrúleg,þvílíkt sem þau stiðja mig í þessu. Bara svo ég geti látið drauminn minn rætast. Er hægt að byðja um meira. Það er ótrúlegt hvað stelpurnar sýna mikla þolinmæði,ég finn reyndar hvað þær verða að vera mikið nálægt mér þegar ég er á staðnum,halda í mig og knúsa. En það skil ég vel,það er alltaf gott að kúra í mömmu holu. Mundi minn er bara yndislegur,sér algjörlega um heimilishaldið þessa dagana. Sem er svo sem ekki frásögufærandi þar sem kallpeningurinn er nú farinn að gera annað eins í dag. Svo eru það allt hitt fólkið,systur mínar og foreldrar sem eru bara yndisleg að hjálpa mér,gæti þetta ekki án þeirra. Takk allir þið eruð best
Ég er núna að fara að leggjast yfir það að finna mér vinnu,því þetta varir ekki endalaust. En það er nú eitt að því sem mér finnst leiðinlegast að gera, Sko ekki að vinna heldur að finna vinnu. Ætil ég detti ekki niður á eitthvað. Mig dreymir alltaf um að taka einkaþjálfarann og vinna við það. Þá kannski þjálfari í sal. Hef endalausann áhuga á því. Það væri líka svo svakalega fínt með söngnum. Ég elska að hjálpa fólki og það væri snild ef ég gæti hjálpað því að líða vel líkamlega og þar af leiðandi andlega. Ég hef sjálf þurft að berjarst við aukakílóinn en ég var 30-35 kg þyngri fyrir um 8 árum síðan,jáp alveg satt... Ég tók mig bara sjálf í gegn og það gekk líka svona rosalega vel. breytti mataræðinu og hreyfi mig 5-6 í viku. Kosturinn í mínu tilfelli var sá að ég hafði alltaf verið í íþróttum eða frá því að ég var 6 ára. Þannig að það var ekkert mál að hreifa sig. Og þetta með mataræðið er bara að hafa viljann,að ætla sér að líða vel. Það er eitt sem ég hugsaði aldrei og það vara að ég væri í megrun,heldur ætlaði ég að breyta um lífstíl og það gekk. Það geta þetta allir,vitið til! Ég skal,ég get og ég ætla. Það er líka góð regla að taka ein dag í einu. Ef manni langar í eitthvað er gott að hugsa nei ég fæ mér það á morgun svo kemur morgundagurinn og þá hugsar þú eins og í gær. Þannig gengur það alla vikuna þar til laugardagurinn kemur og þá er nú gott að bragða sér á því sem manni langaði í alla vikuna Það er líka gott að neita sér ekki um allt. t.d. ef þú ert í veislu að þá er um að gera að smakka fara eina ferð og fá þér það sem þig langar í. Ekki fara og borða á sig gat. Það skiptir máli að gera þetta eins og þú getur hugsað þér að lifa með, þar sem þú ert að breytta um lífstíl. Maður á að borða 4-6 á dag bara ekki mikið í einu og hreyfa sig allavegana 4 í viku svona til að hraða og viðhaldabrenslunni og eins til að okkur líði líka betur það er andlega og líkamlega. Hreyfing eikur að sjálfsögðu lífslíkur okkar
Já þar hafið þið það. hehehehe Ég gæti talað um þetta endalaust,ég elska að tala um þetta.
Þá vitið þið það ég hef bullandi áhuga á líkamrækt og öllu sem við kemur heilsu.
En ég ætal ekki að hafa það lengra í bili er á leið í óperuna. Spurning um að fá sér smá að borða. Því ekki er sniðugt að sleppa úr máltíð
Mín speki í dag og sú sem ég vil senda á ykkur er.... Ég skal,ég get og ég ætla.
Knús og kossar
Hanna Þóra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2008 | 16:15
Þema!
Komið þið sæl.
Ég er nú eitthvað að prófa mig áfram með þetta hér.Ég er nú ekkert fyrir það að blogga. Það er hann bróðir minn Óskar sem er að henda mér út í þetta og reyndar fleiri ættingjum líka. Hann vill að öll familan fari að blogga en þetta verður kannski bara gaman. Við sjáum til
Annars er ég í mósó hjá tengdó núna og er að reyna að læra texta. Ég óperusöngkona og er að taka þátt í sýningu óperustúdíó íslensku óperunni. Ég er að læra hlutverk fiordiligi úr Cosí fan tutte eftir Mozart. Við vorum að byrja á sviðsæfingum í gær og er stefnt að frumsýningu 6 apríl. Þetta er æðislegt hlutverk og frábær hópur sem er með mér í þessu. Þetta verður skemmtilegur mánuður en líka svakalega erfiður. Ég þarf að keyra í bæinn á hverjum degi ekki að það sé neit mál(fyrir utan það að þurfa að keyra mosó og öll hringtorgin þar) heldur kostar það svo mikið. Svo verð ég svo mikið í burtu frá fjölskyldu minn en við þolum það,alltaf samt pínu erfit. Þetta eru sem séð æfingar á morgnana og kvöldin og þar sem ég keyri ekki fram og til baka tvisvar yfir daginn þá er ég svo heppin að eiga yndislega tengdaforeldra sem ég get farið til. suma daga get ég skilið bílinn minn eftir í mosó og tekið strætó fram og til baka. Þá fæ ég smá tíma til að knúsa fólkið mitt.
Ég er mjög mikil fjölskyldu kona og elska fólkið mitt meira en allt annað. Við erum öll mjög nátengd og ég gæti aldrei verið án þeirra.
úppppsssss..... tölvan að verða rafmagnslaus og ég finn ekki hleðslutækið verð því að hætta í bili, á líka að vera að fara yfir texta. Tíhí
En það er aldrei að vita nema ég blogga eitthvað aftur.
Verið góð hvert við annað.
kveðja Hanna Þóra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 15:10
Bara að prófa eins og allir
Er bara að prufa ég held bara að ég geti þetta vúhú
kveðja Hanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)