Á lífi!

Já ég er enn á lífiTounge Þetta verður eins og ég sagði eitt og eitt blogg.

Það er sko nóg að gera þessa dagana. Ég á mér svo sem ekkert mikið líf fyrir utann íslensku óperunnar þessa dagana. En það er reyndar allt í lagi,þetta er æðislegur hópur sem ég er að vinna með,og það er það sem reddar þessu. Það koma tímar þar sem ég fæ samviskubit vegna fjölskyldu minnar og þar sem ég sakna þess að vera ekki heima á kvöldi. En þau eru ótrúleg,þvílíkt sem þau stiðja mig í þessu. Bara svo ég geti látið drauminn minn rætast. Er hægt að byðja um meira.InLove Það er ótrúlegt hvað stelpurnar sýna mikla þolinmæði,ég finn reyndar hvað þær verða að vera mikið nálægt mér þegar ég er á staðnum,halda í mig og knúsa. En það skil ég vel,það er alltaf gott að kúra í mömmu holu.Joyful Mundi minn er bara yndislegur,sér algjörlega um heimilishaldið þessa dagana. Sem er svo sem ekki frásögufærandi þar sem kallpeningurinn er nú farinn að gera annað eins í dag. Svo eru það allt hitt fólkið,systur mínar og foreldrar sem eru bara yndisleg að hjálpa mér,gæti þetta ekki án þeirra. Takk allir þið eruð bestKissing

 

Ég er núna að fara að leggjast yfir það að finna mér vinnu,því þetta varir ekki endalaust. En það er nú eitt að því sem mér finnst leiðinlegast að gera, Sko ekki að vinna heldur að finna vinnu. Ætil ég detti ekki niður á eitthvað. Mig dreymir alltaf um að taka einkaþjálfarann og vinna við það. Þá kannski þjálfari í sal. Hef endalausann áhuga á því. Það væri líka svo svakalega fínt með söngnum. Ég elska að hjálpa fólki og það væri snild ef ég gæti hjálpað því að líða vel líkamlega og þar af leiðandi andlega. Ég hef sjálf þurft að berjarst við aukakílóinn en ég var 30-35 kg þyngri fyrir um 8 árum síðan,jáp alveg satt... Ég tók mig bara sjálf í gegn og það gekk líka svona rosalega vel. breytti mataræðinu og hreyfi mig 5-6 í viku. Kosturinn í mínu tilfelli var sá að ég hafði alltaf verið í íþróttum eða frá því að ég var 6 ára. Þannig að það var ekkert mál að hreifa sig. Og þetta með mataræðið er bara að hafa viljann,að ætla sér að líða vel. Það er eitt sem ég hugsaði aldrei og það vara að ég væri í megrun,heldur ætlaði ég að breyta um lífstíl og það gekk. Það geta þetta allir,vitið til! Ég skal,ég get og ég ætla. Það er líka góð regla að taka ein dag í einu. Ef manni langar í eitthvað er gott að hugsa nei ég fæ mér það á morgun svo kemur morgundagurinn og þá hugsar þú eins og í gær. Þannig gengur það alla vikuna þar til laugardagurinn kemur og þá er nú gott að bragða sér á því sem manni langaði í alla vikuna Tounge Það er líka gott að neita sér ekki um allt. t.d. ef þú ert í veislu að þá er um að gera að smakka fara eina ferð og fá þér það sem þig langar í. Ekki fara og borða á sig gat. Það skiptir máli að gera þetta eins og þú getur hugsað þér að lifa með, þar sem þú ert að breytta um lífstíl. Maður á að borða 4-6 á dag bara ekki mikið í einu og hreyfa sig allavegana 4 í viku svona til að hraða og viðhaldabrenslunni og eins til að okkur líði líka betur það er andlega og líkamlega. Hreyfing eikur að sjálfsögðu lífslíkur okkarWhistling

Já þar hafið þið það. hehehehe LoL Ég gæti talað um þetta endalaust,ég elska að tala um þetta.

Þá vitið þið það ég hef bullandi áhuga á líkamrækt og öllu sem við kemur heilsu.

 

En ég ætal ekki að hafa það lengra í bili er á leið í óperuna. Spurning um að fá sér smá að borða. Því ekki er sniðugt að sleppa úr máltíðHalo

 

Mín speki í dag og sú sem ég vil senda á ykkur er.... Ég skal,ég get og ég ætla.

 

Knús og kossar

 

Hanna ÞóraInLove


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja Óskarsdóttir

Duglega stelpa 

Gott að vera jákvæður og horfa framm á veginn 

Ekki finnst neikvæðni á þínum bæ.
Ættir þú skilið að fá litla vísu.
Enda er nú suðvestan blíða í Blæ
og búskapur ekki í krísu.


Einar Sigfússon.
1942-


 Knús og koss  Sessa 

Sesselja Óskarsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:57

2 identicon

Já það er gott hjá þér að vera jákvæð Hanna mín og einmitt sniðugt að hugsa ég skal, ég get og ég ætla (sagði þetta einmitt alltaf í sundinu í gamla daga ), ef maður virkilega ætlar sér eitthvað þá tekst það  Sammála þér með líkamsræktina, gerir svo mikið fyrir mann bæði andlega og líkamlega  Þú ættir að drífa þig í einkaþjálfarann, yrðir pottþétt frábær einkaþjálfari, þú ert svo dugleg að hvetja mann áfram í ræktinni  

Knús og kossar

Óla systir

Ólöf Inga (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:18

3 identicon

Ég skal ,ég get, ég vilég efast ekki um það eitt augnablik dúllan mín að þér tekst ekki ALLT sem þú ætlar þérlov.lov

mamma (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband