26.2.2008 | 16:15
Þema!
Komið þið sæl.
Ég er nú eitthvað að prófa mig áfram með þetta hér.Ég er nú ekkert fyrir það að blogga. Það er hann bróðir minn Óskar sem er að henda mér út í þetta og reyndar fleiri ættingjum líka. Hann vill að öll familan fari að blogga en þetta verður kannski bara gaman. Við sjáum til
Annars er ég í mósó hjá tengdó núna og er að reyna að læra texta. Ég óperusöngkona og er að taka þátt í sýningu óperustúdíó íslensku óperunni. Ég er að læra hlutverk fiordiligi úr Cosí fan tutte eftir Mozart. Við vorum að byrja á sviðsæfingum í gær og er stefnt að frumsýningu 6 apríl. Þetta er æðislegt hlutverk og frábær hópur sem er með mér í þessu. Þetta verður skemmtilegur mánuður en líka svakalega erfiður. Ég þarf að keyra í bæinn á hverjum degi ekki að það sé neit mál(fyrir utan það að þurfa að keyra mosó og öll hringtorgin þar) heldur kostar það svo mikið. Svo verð ég svo mikið í burtu frá fjölskyldu minn en við þolum það,alltaf samt pínu erfit. Þetta eru sem séð æfingar á morgnana og kvöldin og þar sem ég keyri ekki fram og til baka tvisvar yfir daginn þá er ég svo heppin að eiga yndislega tengdaforeldra sem ég get farið til. suma daga get ég skilið bílinn minn eftir í mosó og tekið strætó fram og til baka. Þá fæ ég smá tíma til að knúsa fólkið mitt.
Ég er mjög mikil fjölskyldu kona og elska fólkið mitt meira en allt annað. Við erum öll mjög nátengd og ég gæti aldrei verið án þeirra.
úppppsssss..... tölvan að verða rafmagnslaus og ég finn ekki hleðslutækið verð því að hætta í bili, á líka að vera að fara yfir texta. Tíhí
En það er aldrei að vita nema ég blogga eitthvað aftur.
Verið góð hvert við annað.
kveðja Hanna Þóra
Athugasemdir
Gangi þér vel ljúfan.... Rúllar þessu upp ef ég þekki þig rétt ef ég þekki þig rétt
kv Sessa
Sesselja Óskarsdóttir, 26.2.2008 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.